Karfan er tóm.
10 algengustu mistökin í fóðurvali fyrir hunda
Að velja rétt fóður fyrir hundinn þinn er ein mikilvægasta ákvörðunin sem þú tekur sem eigandi. Rétt næring styður heilsu, orku, felld og lífsgæði hundsins. Hins vegar gera margir eigendur sömu mistökin aftur og aftur þegar kemur að fóðurvali. Hér eru 10 algengustu mistökin sem mikilvægt er að forðast:
1. Að velja fóður út frá verðinu einu saman
Ódýrasta fóðurvalið er ekki alltaf hagkvæmast til lengri tíma. Ódýrt fóður skortir gjarnan mikilvæg næringarefni og getur þannig komið í veg fyrir að hundurin þinn fái nauðsynlega næringu til þess að vaxa og dafna. Þetta getur svo valdið heilsufarslegum vandamálum í framtíðinni sem bæði geta verið kostnaðarsöm, sem og haft áhrif á líðan og andlega heilsu hundsins.
2. Að kaupa ekki fóður út frá aldri hundsins
Hvolpar, fullorðnir hundar og eldri hundar hafa mismunandi næringarþarfir. Hvolpur þarf meira prótein og orku, meðan eldri hundur þarf oft fóður sem er léttara fyrir meltinguna. Það er því mikilvægt að horfa á aldur hundsins og velja fóður út frá mismunandi lífsskeiðum.
3. Að gleyma að huga að þyngd og hreyfingu
Of margir eigendur velja „eitt fyrir alla“ fóður án þess að taka tillit til þess hvort hundurinn er almennt virkur eða rólegur. Hundar þurfa mismunandi fóður eftir þyngd, stærð og hreyfingu. Þegar eigendur flaska á því að horfa til þessara þátta er hætta á því að hundurinn geti annaðhvort verið vannærður eða átt hættu á offitu.
4. Að horfa ekki á innihaldslýsinguna
Ekki láta blekkjast af fallegum umbúðum. Lestu innihaldslýsinguna og tryggðu að kjöt sé aðalhráefnið, ekki kornmeti eða sykur.
5. Að skipta allt of snögglega um fóður
Margir eigendur skipta úr einu fóðri yfir í annað á einni nóttu. Þetta getur valdið meltingartruflunum og reynst dýrinu erfitt. Það er gott ráð að blanda alltaf saman gömlu og nýju fóðri yfir 7–10 daga. Þannig gefur þú hundinum tækifæri til þess að aðlagast nýju fóðri.
6. Að gefa mannamat í stað hundafóðurs
Margir eigendur „spara“ sér fóðrið með því að gefa hundinum afganga. Þetta getur valdið næringarskorti og í sumum tilvikum verið jafnvel skaðlegt, til dæmis ef maturinn sem hundinum er gefið inniheldur krydd og aukaefni sem fara illa í hundinn.
7. Að velja ekki fóður eftir heilsu hundsins
Hundar með ofnæmi, meltingarvandamál eða liðavandamál þurfa sérhannað fóður. Að hunsa þetta getur gert ástandið verra.
8. Að horfa ekki á vökvainntöku
Þurrfóður þarf að fylgja með fersku vatni. Sumir hundar drekka lítið og geta þá þurft meira blautfóður til að tryggja nægjanlega vökvun.
9. Að nota óviðeigandi skammta
Að giska á magnið sem hundurinn þinn þarf getur leitt til ýmissa vandamála. Notaðu alltaf mælibolla eða eldhúsvigt til að halda utan um það magn sem hundurinn borðar.
10. Að gera aldrei endurmat á því fóðri sem varð fyrst fyrir valinu
Þarfir hundsins breytast með aldri, hreyfingu og heilsu. Það er því mikilvægt að endurmeta fóðrið reglulega og ráðfæra sig við dýralækni eða fóðursérfræðing.